mánudagur, 30. maí 2011

Fyrsta kaðlapeysan

Ég lagði í það að prjóna kaðlapeysu. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig það var gert en svo mundi ég eftir youtube og bingó - ég áttaði mig hvað þetta var ekkert mál.
Maður þarf samt að vera þolinmóður og þrátt fyrir að vera búin með 10 cm af búknum þá fannst mér ekkert vera að gerast og ég vera að gera tóma vitleysu - en svo sér maður það, þetta er að gerast - KAÐLAR!

Ég prjónaði þessa æðislegu peysu eftir uppskrift úr Prjónaperlur - prjónað frá grasrótinni. Uppskrift frá Guðrúnu Axelsdóttur.

En eftir að hafa þvegið hana þá var hún of stór, datt of mikið niður axlirnar, var of mikil vinna fyrir mig að vera í henni. Þá benti maðurinn minn á eina mjög hávaxna vinkonu mína sem peysan yrði sniðin á og það reyndist rétt. Hún er æðisleg í henni og hún á henni.

Ég er byrjuð á annarri fyrir mig, alveg eins, verður tekin meira saman yfir axlirnar og í ögn öðruvísi yrjóttu. Meira hvítt og meiri brúnn :)

En ég er hrikalega stolt af þessari, finnst hún æðisleg á henni Bryndísi minni, finnst ykkur það ekki?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli