fimmtudagur, 28. apríl 2011

HALLÓ - KOMIÐ ÖLL Á FÆTUR




...öll á fætur nú. Eins og fuglinn Fönix er ég stigin upp úr öskustónni. Framundan er eitthvert mesta blogg-kombakk síðari ára.

Hér mun ég láta gamminn geysa um pólitík og prjónaskap þar sem ekkert verður dregið undan. Vonandi eignast ég traustan lesendahóp sem ýmist deilir skoðunum mínum eða ekka. Mikilvægast er að hafa skoðanir og þora að viðra þær við góð tækifæri. Ég legg samt til að við séum einlæg og jákvæð. Einlægni og jákvæðni er það sem við Íslendingar þurfum mest á að halda þessa stundina.

Koma svo! Í guðana bænum fariði reglulega inn á bloggið mitt og komiði með góðar athugasemdir.

kv. Magga Gauja.
Es. Er ekki rétt að byrja á þetta á uppáhalds laginu mínu með upphálds bandinu mínu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli