Mér finnst hrikalega skemmtilegt að prjóna lopapeysur með einhverju sem einkennir viðkomandi og er hans uppáhalds. Hafði áður prjónað hauskúpupeysu á Magga en hún var að verða of lítil.
Ég brjálaðist því úr gleði þegar ég fann þessa síðu:
http://www.angelfire.com/space2/swcharts/knit.html
og þetta er niðurstaðan:
Ég get stolt sagt frá því að þessi sló svo sannarlega í gegn hjá mínum manni. Allir Star Wars aðdáendur eiga að eiga svona peysu, finnst ykkur það ekki? Ég fór á http://www.istex.is/ og fann uppskrift á 8 ára með tvöföldum plötulopa sem heitir Eik. Svo var lagt í að reikna. Ég var með úrtöku áður en munstrið hófst, á milli kallanna og svo í augunum svo strax aftur þegar kallarnir voru búnir og voilá - ekkert mál!
Næsta peysa á Magga verður hvít með Svarthöfða á :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli