miðvikudagur, 18. maí 2011

Prjónagræjur

Það þekkja það eflaust margir sem fá ,,dellur" fyrir einhverju að það er svo gaman að ,,græja" sig upp. Maður þarf ekki endilega að taka það dýrasta heldur er gaman að eiga fínar græjur.Það er ekkert öðruvísi með prjónagræjur og t.d veiðigræjur, útivistargræjur eða bílagræjur.

Ég elska bambusprjóna og pantaði mér geðveika slíka frá Kína ásamt vinkonu minni og komu þeir í geðveikugrænu silki prjónaveski með ísaumuðum fjólubláaum fiðrildum. Ég get ekki hætt að handleika prjónaveskið mitt með prjónunum í og ég elska að prjóna með þessum prjónum. My precious.

Ég keypti líka Boyle hringprjónasett fyrir 2 árum síðan. Álprjónar sem maður skrúfar á snúrur. Kemur í leðurveski. Það er ágætt að eiga þetta sett en ég skal alveg viðurkenna að ef ég á bara gömlu góðu gráu í sömu stærð, nota ég þá frekar. Leiðist alveg svakalega að vera alltaf að skrúfa þetta á og af og svo skrúfast þetta oft af í prjónaskapnum og veldur miklum pirring þegar maður er komin á gott skrið.

Fyrir gömlu góðu prjónana mína þá keypti ég hrikalega sæta tösku í Tiger, svona litla skjalatösku í gulum og grænum litum sem rúma alla prjónana og vel það. Lýtur mjög vel út á borði eða í hillu.

Undir garnið finnst mér nauðsynlegt að eiga renndar litríkar plasttöskur úr Söstrene Grene í hinum ýmsum stærðum. Ég er með eina stærstu undir allt heila klappið en á svo eina minnstu undir það verkefni sem er í gangi þá stundina. Svona ef maður vill grípa það með sér á flakk, nota tímann til að prjóna.

Prjónamerkin frá Fjölsmiðjunni eru úr tröllaleir og perlum. Ótrúlega falleg merki sem ég get ekki fengið nóg af. Er farin að vanta sárlega fleiri í settið mitt.

Draumurinn er að eiga þetta prjónasett í svona viðarkassa og að eiga allt þá meina ég allt í þessari línu. Þetta er Rollsins að mínu mati, sjúklega fallegt á að líta, úr við, mjög gott að prjóna með þetta, beitt og draumur minn. Einn daginn....einn daginn.....þegar ég verð rík :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli