Ég er prjónaperla, ótrúlega stolt prjónaperla.
Erla vinkona mín hefur gefið út tvær prjónabækur - Prjónaperlur - prjónað frá grasrótinni sem eru æðislegar bækur sem ég er endalaust að glugga í, prjóna uppúr eða læra af. Við sem höfum verið með uppskriftir í bókunum þeirra fáum að bera titilinn ,,Prjónaperla". Ég var með ,,ástarhúfu-uppskrift" í fyrstu bókinni, sló í gegn þó ég segi sjálf frá ;)
Svo eru þær með æðislegar síðu sem er mjög virk á http://www.midjan.is/ og er linkurinn þeirra hér:
http://prjonaperlur.midjan.is/
Erla er í námi í Ástralíu þessi misserinn og því kannski ekki prjónandi mikið en Halldóra frænka hennar er óstöðvandi.
Allir prjónaunnendur þurfa að eiga þessar bækur og vera virkir gestir á síðunni þeirra :)
Þetta er alveg bók sem ég væri til í að eignast, ég á bara svo erfitt með að lesa svona uppskriftir. Ertu með einhver ráð?
SvaraEyðaFrábær bók
SvaraEyða